Thursday, September 10, 2009

Web 2.0

„Web 2.0 er heiti sem notað er yfir þær breytingar sem hafa orðið á netinu undanfarið. Gögn flæða og netið er oðið opnara og frjálsara en áður. Hver og einn hefur meiri möguleika á nokun, mótun og miðlun en nokkru sinni fyrr. Þróunin er svo hröð að maður þarf að hafa sig allan við að fylgjast með.“
http://skrif.hi.is/roh5/2009/05/02/web-20-verkf%C3%A6ri-flock/

„Hvað er þetta web 2.0 sem alls staðar er verið að tala um?

Þú finnur líklegast jafn ólíkar skýringar og þú finnur margar. Fólki gengur illa að komast að samkomulagi um hvað web 2.0 er. Sumir vilja meina að web 2.0 sé bara tískuhugtak yfir eitthvað sem alltaf hafi verið til og aðrir vilja meina að web 2.0 sé bara alls ekki til.
Sumir halda því fram að web 2.0 sé ný tækni og nýir möguleikar í forritun, eins og t.d. Ajax. Aðrir vilja meina að web 2.0 sé ný aðferðarfræði sem felist í því að geta átt í samskiptum og skipst á efni yfir Internetið. Tim Berners-Lee, höfundur Internetsins, mótmælir því þar sem það sé það sem netið hafi alltaf snúist um.
Þannig að ég ætla að bæta við enn einni skilgreiningunni á því hvað web 2.0 er.
Web 2.0 er ekki ný tækni. Web 2.0 er heldur ekki ný aðferðarfræði. Web 2.0 er það sem Internetið hefur alltaf snúist um. Málið er bara að fólk var ekki að fatta það fyrr en núna. Að sjálfsögðu fattaði Tim Berners-Lee það. Þess vegna sér hann ekkert nýtt í því sem kallað er web 2.0.
Web 2.0 er upplýsingabyltingin. Fólk að átta sig loksins á því hvað Internetið snýst um. Gagnvirkni.
Web 2.0 er aðgengi. Þú þarft ekki lengur að kunna html, xml, asp, eða neinn annan forritunarkóða til þess að skapa eitthvað á netinu eða leggja út efni. Allir geta sett upp bloggsíðu, vefsíðu, myndaalbúm, skrifað og breytt greinum í tímaritum og jafnvel orðabókum. Hver sem er getur tekið þátt í að móta og skapa umræðuna og efnismiðlunina án þess að vera “nörd” eða læra flókin forritunarmál.
Web 2.0 er mátturinn til fólksins. Web 2.0 jafnar leikinn og gerir einstaklingum og smærri fyrirtækjum kleift að standa jafnfætis stórum alþjóðafyrirtækjum. Þess vegna elska tónlistarmenn web 2.0 en útgáfufyrirtæki hata það.
Web 1.0 var þegar fólkið fattaði þetta ekki. “Gagnvirkni” var bara þegar notendur smelltu á tengla og völdu hvað þeir sáu næst í stað þess að skapa, gefa einkunn og skrifa umfjallanir. Fyrirtæki sem settu bæklinginn sinn óbreyttan á netið og héldu að það væri málið. Fólk sem notaði þennan nýja miðil eins og hvern annar gamaldags einstefnumiðil án þess að gera sér grein fyrir þeim gríðarlegu möguleikum sem hann býður upp á.
Þannig að web 2.0 er til í alvörunni. Það er bara ekki neitt áþreifanlegt eins og t.d. lyklaborð eða iPod og þess vegna eiga margir erfitt með að átta sig á því.
Hjörtur 2.0“
http://blog.scope.is/the_scope/2007/12/hva-er-etta-web.html

No comments:

Post a Comment