Monday, November 16, 2009

Upplýsingatækni


Upplýsingatækni (UT eða UTN) er sú aðferð að velja sem besta tækni til að vinna með gögn.
Með þessari skilgreiningu er hægt að segja að upplýsingatækni hafi verið til síðan að maðurinn fór að geyma gögn. Í dag er þó aðalega átt við rafræn samskipti og geymslu á gögnum, til þess eru notaðar tölvur og annar rafrænn búnaður.


Upplýsingatækni (e. information technology) nær yfir vítt svið. Almennt er talað um upplýsingatækni sem það að beita viðeigandi tækni við gagnavinnslu. Með tækni er átt við tölvutækni, fjarskiptatækni og rafeindatækni. Upplýsingatækni er notuð í viðskipta­lífinu, í iðnaði, í skólastarfi, við fjarnám, á heimilum, í stórmörkuðum og á bókasöfnum og upplýsingamiðstöðvum svo eitthvað sé nefnt.
Upplýsingatæknin er grundvöllur upplýsingaþjóðfélagsins, tækni sem gerir fjarskipti og hraðvirka miðlun þekkingar og upplýsinga mögulega. Upplýsingatækni er ekki inntak eða markmið í sjálfu sér heldur forsendan og afar mikilvægt er að huga að því að innihald og gæði upplýsinga séu eins og best verður á kosið hverju sinni

No comments:

Post a Comment