Monday, November 16, 2009

Ýmis störf

Auglýsingagerð
Hvernig er best að byggja upp atvinnuauglýsingu?
Við gerð atvinnuauglýsingar er mikilvægt að fram komi sem nákvæmastar upplýsingar um tegund fyrirtækis, stærð og staðsetningu, starfssvið viðkomandi, vinnutíma og hvenær viðkomandi þarf að hefja störf eða starfstíma ef um tímabundið starf er að ræða. Þá þurfa að vera greinargóðar upplýsingar um hæfniskröfur og skilyrði s.s. aldur, menntun, reynslu og annað. Best er að byggja upp atvinnuauglýsingu samkvæmt neðantöldum liðum.
Fyrirsögn sem vekur áhuga.
Tegund, stærð og staðsetning fyrirtækis.
Starfsheiti ásamt stuttri starfslýsingu.
Hvers konar starf: hluta-, sumar-, tímabundið eða framtíðarstarf.
Vinnutími og ráðningartími ef um tímabundið starf er að ræða.
Hvenær viðkomandi á að hefja störf.
Hæfniskröfur: menntun, reynsla, og þekking.
Skilyrði: aldur og eiginleikar.

Ljósmyndun er aðferð til að festa á varanlegt form myndir af umhverfinu með ljósmyndavél. Notast er við vélræna, ljósfræðilega, efnafræðilega og/eða stafræna aðferð við að safna endurköstuðu ljósi í stuttan tíma með linsu og varpa því á ljósnæman flöt, t.d. filmu inni í myndavélinni. Með eftirvinnslu á ljósnæma fleti myndavélarinnar (framköllun á filmu) fæst ljósmynd sem „tekin“ var með myndavélinni. Orðið ljósmyndun er samsett úr orðunum ljós og sögninni mynda og felst merkingin í því að búin er til mynd af ljósinu.
Nútíma ljósmyndatækni má rekja til franska uppfinningamannsins Joseph Nicéphore Niépce en hann hóf að gera tilraunir árið 1793 með aðferðir til að gera sjónrænar myndir.

Grafísk hönnun er myndlist sem einbeitir sér að sjónsamskiptum og útliti, og þeim störfum tengdum henni. Ýmsir aðferðir eru notaðir til að skapa og sameina tákn, myndir og/eða orð til þess að skapa sjónframsetningu hugmynda og tilkynninga. Grafískir hönnuðir geta notað prentlista-, myndlista- og síðuskipulagstækni til að framleiða verk. Grafísk hönnun bendir á bæði framleiðsluaðferð og útkómur aðferðarinnar.
Grafísk hönnun er notuð í tímaritum, auglýsingum, umbúðum og vefhönnun. Til dæmis geta varaumbúðir hafa myndmerki eða annað listaverk, skipulagðan texta og hönnunarefni eins og laganir og liti sem sameina verkið. Samsetning er einn mikilvægasti eiginleiki í grafískri hönnun, sérstaklega þegar notuð eru margvísleg frumefni.

No comments:

Post a Comment